Útlendinga sleikjur ?

Ég er farin að halda að við íslendingar erum að verða útlendinga sleikjur. Það kemur ekki orðið hingað maður sem byrjar ekki að grenja og við hlaupum upp til handa og fóta og görgum slagorð og mótmælum eins og venjulega. Man einhver eftir KIO BRIKS? það er nú eitt af okkar kvenlega múg mistökum og ekki má gleyma franska liðhlaupanum sem við Íslensku kvenmennirnir ætluðum að bjarga. Þetta er allt gott og blessað upp að vissu marki, og því miður verður okkur oftast mikið á í messuni  þegar við horfum yfir öxlina. Ástæðan er sú að við æðum áfram í hamaganginum og gleymum að kíkja á staðreyndir málanna. Ekki það að hugurinn á bak við hlaupinu í upphafa var ekki góður þvert á móti var hann of góður og eins og i máli Kio og frakkans og gleymdum við að taka það inn í málið að báðir þessara manna brutu lög. Og við erum ekki yfir þau hafin frekar en nokkur annar.

Ég er fyll samúðar í garð Paul Ramses og fjölskyldu hans en mér dettur ekki í hug að byrja með læti út af þessu máli. Eins og ég skil þetta átti hann að byrja á Ítalíu að sækja um pólitískt hæli en ekki æða til íslands í einhverju óðagoti og er hann nú staddur þar sem hann hefði átt að byrja í upphafi. Við gleymum því mjög oft að hér ríkir lýðræði og það skiptir máli í svona málum. Ég vona þeirra vegna að þetta blessist allt saman. En það er eitt og annað sem hefur stungið mig í þessu máli. 8.júlí síðastliðin birtist grein í blaðinu 24 stundir og þar stendur að hann hafi ekki meðferðis gögn sem staðfesta þátttöku hans í stjórnmálu í Kenía heldur eru þau hér á íslandi. Maðurinn er sendur héðan og til Ítalíu til að byrja ferlið sitt rétt og hann gleymir mikilvægum gögnum, ha! Og hver er hin raunverulega ástæða fyrir því að UTL afgreiddi ekki leifin þeirra saman. Eru þau löglega gift eða í sambúð? Ég skil ekki þennan æsing af því að það er verið að senda hann til baka til að geta staðið rétt að málunum en ekki til að henda honum bara úr landi. Og ef að þetta voru bara heiðarleg misstök hjá honum að flýta sér til íslands þá get ég ekki trúað öðru en að það verði leiðrétt. Annars er það staðreynd að í svona málum er bara um tvennt að ræða annað hvort voru þetta mistök á óðagoti eða hann hefur eitthvað að fela sem ekki kemur sér gott fyrir hann. Við skulum vona að það sé hið fyrr nefnda. Svo við skulum halda okkur í buxunum og sjá hvernig málið þróast.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnea Helgadóttir
Magnea Helgadóttir
Sjálfstæð ung kona sem vill koma skoðunum sínum á framfarir. Er náms kona og elskar list og hönnun og stefni á arkitekt nám. Á tvær litlar yndislegar dætur og hef nóg að gera:)

Eldri færslur

Nýjustu myndir

  • 2007 canada 001 (221)
  • 2007 canada 001 (393)
  • 2007 canada 001 (226)
  • 2007 canada 001 (225)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband